Bankaþankar - Nýtt hreyfiafl

Er þetta að virka

Í samfélagi okkar sem og svo margra er ákveðið hreyfiafl sem að allir vita af en við náum ekki að staðsetja nákvæmlega né að benda á það nema að benda á þætti eins og t.d. auðvaldið, pólitík, trúarbrögð, atvinnulífið og fjölmiðla. Þessir hópar hafa búið til hreyfiafl sem að knýr okkar heim áfram og sú grunnhugsun sem þar ræður ríkjum er að „sá hæfasti lifir“. Við uppeldi okkar og í öllum stöðum samfélagsins þá er alltaf sá sem er bestur, sterkastur, klárastur og flottastur sem „vinnur“. Þetta er ekkert sem við kippum okkur upp við enda er okkur tamt að hugsa, tala og framkvæma út frá þessari skilgreiningu á samfélagi. Það eru auðvita ekki allir að gera það en sem heild, þá er þetta það hreyfiafl sem hefur yfirhöndina. Í dag er þetta eðlilegur hlutur og það má ekki misskilja hér að þeir sem trúa á þessa leið séu eitthvað verri eða betri en aðrir en við hljótum að spyrja okkur í ljósi sögu okkar og þeirri stöðu sem að við sem samfélag erum að kljást við í dag. „ER ÞETTA AÐ VIRKA“. Við hljótum að sjá að svo er ekki, alveg sama hvoru megin þú ert við línuna að þetta er ekki að virka og hefur aldrei gert það nema fyrir örfáa aðila sem oftar en ekki eru partur af þessu hreyfiafli sem minnst er á hér fyrir ofan.

Hvað ef við gætum breytt þessu og fengið meiri samhljóm í samfélagið þar sem að allir fengju að njóta þess sem að okkar samfélag hefur upp á bjóða. Hvað ef að til væri önnur leið sem að hægt væri að fara og sú leið hefur ekki bara þann eiginleika að hljóma of fallega til að vera raunhæf. Heldur er hún framkvæmaleg og getur breytt samfélagi okkar í að virka í stað þess að virka ekki. Fyrst þegar við skoðum þessa nýju leið þá munum við byrja á að meta hana út frá þeim leiðum sem hafa ekki verið að virka hjá okkur, leiðir sem við höfum fylgt í gegnum áratugina ef ekki aldirnar. Með þeirri sýn, þá finnst okkur nýja leiðin illfæranleg ef ekki ómöguleg. En þar sem við erum flest sammála að þær leiðir sem við höfum verið að nota séu ekki að virka, hvernig væri þá að losa okkur við tak hreyfiaflsins og skoða þessa nýju leið með jákvæðu hugafari, gagnrýnni hugsun og sjá hvort þarna sé ekki eitthvað sem gæti virkað vel fyrir samfélagið.

Í öllum samfélögum er grunnþjónusta sem að annaðhvort ríki eða sveitafélag sinna eða þá atvinnulífið og þar á meðal er banki. Hér á eftir er hugmynd að stofnun banka sem að væri hugsaður út frá heildinni en ekki örfáum aðilum sem eru afsprengi þessa hreyfiafls sem er allsráðandi í samfélagi okkar í dag.

Gróf drög að nýjum banka:

- Stofnaður væri banki sem væri eign allra starfsmanna og viðskiptavina. (Það er nóg að fá vinnu eða vera í viðskiptum við bankann til að eignast í honum)
- Allir ættu einn hluta í honum og enginn gæti eingast meiri en einn hlut.
- Arðsemi mætti ekki vera meiri en fimm prósent.
- Arðsemin væri skipt í þrjá hluta:
          - 1/3 yrði skipt á milli alla hluthafa jafnt.     
          - 1/3 yrði sett í sjóð vegna uppbyggingu á málefnum tengt t.d. umhverfi og börnum.
          - 1/3 yrðu sett í góðgerðamál tengt samtökum sem eru að vinna í að
          fæða/klæða/hýsa einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á því að halda.
- Áhættusækni bankans væri í lágmarki. (Hann væri eingöngu hugsaður til að sinna grunnþörfum samfélagsins)
- Laun væru sýnileg og upp á yfirborðinu, ekkert falið enda ætti það að vera óþarfi.
- Ráðin væri bankastýra eða stjóri sem væri samfélagslega hugsandi.
- Bankinn væri ávalt með samfélagið að leiðarljósi og það væri búið þannig um hnútana að ekki væri hægt að búa til peningamaskínu fyrir elítuna til seinni tíma.

Grunnforsendan fyrir þessum rekstri er sú að allt fer tilbaka til samfélagsins á einn eða annan hátt en ekki til fárra útvalda einstaklinga sem því miður á hverjum 15-20 árum setja allt á annan endann eins og sagan hefur sýnt að gerist með núverandi hreyfiafli.

Nýtt hreyfiafl - byggja upp traust: 

Þegar rætt er um bankastarfssemi þá er mikil neikvæðni yfir þeirri umræðu og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi og því er mikilvægt að fá samfélagið til að treysta þessu nýja hreyfiafli sem getur orðið til ef að við kjósum að svo verði.

Að stofna nýjan banka tekur 2-5 ár og því er nógur tími til að sannfæra samfélagið um ágæti þessa banka. Til að byrja strax að móta þetta nýja hreyfiafl, þá er ætlunin að gefa samfélaginu kost á að taka þátt í verkefnum tengt samfélaginu. Það yrði stofnuð heimasíða þar sem að þeir sem vilja geta lagt inn 1000 kr. á mánuði sem að yrði sett mánaðarlega til góðgerðamála sem að hver og einn ákveður. Um hver mánaðarmót fara þeir sem eru að taka þátt í þessu og haka við þau góðgerðamál sem þeir vilja að peningarnir fara í og hægt og rólega mun þessi hópur stækka og láta gott af sér leiða og um leið að vinna sér traust samfélagsins. Síðan eftir 2-5 ár þegar bankinn verður stofnaður, þá er þegar orðið til hreyfiafl sem vinnur á öðrum gildum og viðhorfum en „Sá hæfasti lifir“ og samfélagið mun treysta þeim banka til að hugsa um samfélagið fyrst og fremst. Sem dæmi um styrk þessa hreyfiafls, þá yrði til 100 milljónir á mánuði ef að þetta nýja hreyfiafl samanstæði af 100.000 þús. manns sem leggðu inn 1000 kr. á mánuði. Þetta eitt gæti leyst mörg okkar samfélagslegu vandarmál til frambúðar.

Á meðan verið er að styrkja grunnstoðir þessa hreyfiafls fólksins, þá verður unnið hörðum höndum að því að koma bankanum af stað. Ætlunin er að allir sem eiga viðskipti og starfsmenn (hluthafar) bankans velji í lok árs, þau málefni sem þau vilja að bankinn styðji. Þannig að það er ekki gæluverkefni hjá einhverjum einum aðila innan bankans sem ákveður hvar sé best að setja þann afgang sem hlýst af þessu, heldur munu allir velja hvernig samfélagið nýtur góðs af afganginum.

Hugleiðingar – fullkominn heimur ? 

Hinn fullkomni heimur er kannski ekki til en við getum og eigum að leyfa okkur að reyna að búa hann til. Með því að heimfæra þetta eða svipað rekstrarform inn í samfélagið okkar, þá verður til ákveðin sjálfbærni í samfélaginu sem mun koma til með að nýtast okkur allstaðar í samfélaginu. Ef að t.d. almenn bankastarfssemi, tryggingafélög, stofnanir hjá ríki og sveitafélögum og ég tala nú ekki um ef að atvinnulífið færi að skoða þetta sem möguleika, þá munu fjármunir sem ríki og sveitafélög eru að leggja til þeirra málefna sem þessi rekstrarform fara að sinna minnka og það verður til grunnur að nýjum lausnum í innheimtu skatta og annarra gjalda sem er notað í grunnþjónustu okkar í dag.

Með vinsemd og virðingu
SólMáni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband