Kosningar - 500 bjánar í boði

Ég kveikti á útvarpinu í morgun og það fyrsta sem ég heyrði var athugasemd fjölmiðlamanns um þá skoðun hans að hann vissi ekkert hvernig hann ætti að geta kosið á milli þessa 500 bjána sem eru að bjóða sig fram til stjórnlagaþings, hann þekkti þá ekkert og skildi ekkert í þessari vitleysu. Ég tek það fram, ég upplifði ekki að hann hafði þá skoðun að þeir sem hafa boðið sig fram væru bjánar, heldur fannst mér þetta vera meira svona hent fram í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í gangi í okkar þjóðfélagi.

En hvað ætli margir séu á sama máli og þessi fjölmiðlamaður að þetta sé óþarfi og eyðsla á bæði tíma og peningum okkar. Allavega heyrist hátt innan úr herbúðum stjórnmálaflokkana og áróðurinn þaðan er allur á þá vegu að þetta sé ekki mikilvægt núna. Það er auðvita hægt að koma með góð rök fyrir því að það sé rétt en ég spyr á móti, ef ekki núna, hvenær þá.

Það eru allir að reyna að bjarga því sem bjarga verður í þessu frjálsu falli sem við virðumst vera í og þar hafa allir sínar skoðanir og telja sína leið vera betri og lítið virðist þokast áfram í einhverja sátt sem að þjóðin getur sætt sig við.
En það er vandarmál nútímans og það er gott að verið sé að vinna í því en það er annað vandarmál sem mér þykir stærra og það er sú staðreynd að eftir þessa krísu þarf að byggja upp okkar samfélag aftur og ef að það verður gert á sömu gildum og viðhorfi, þá erum við horfa upp á að eftir ca. 10-30 ár, þá erum við komin í sama pakkann.
Það gengur auðvita ekki, við verðum að horfa fram á við og skoða hvort ekki sé hægt að breyta okkar gildum og viðhorfum og búa til nýja framtíð með nýja áherslur sem horfa til þess að samfélagið heild sinni þrífist en ekki örfáir einstaklingar eða hópar sem hafa þau völd sem eru í boði í okkar þjóðfélagi í dag. Þessir einstaklingar þrífast m.a. í stjórnmálum, fyrirtækjum, sérhagsmunahópum og svo mætti lengi telja. En þessir aðilar virðast stýra öllu þegar kemur að ákvörðun sem varða alla þjóðina. Hér vantar að hleypa stærsta hagsmunahópnum að borðinu, það er að segja fólkið í landinu.

Ég hef aldrei lesið stjórnarskránna og ég geri ráð fyrir að meirihluti landsmanna hafi ekki gert það heldur, en það virðist vera þannig að þeir sem eru við völd geri það reglulega og vitni óspart í hana þegar það hentar þeirra sjónarhorni og er það gott en ef að stjórnarskráin er að leiða okkur á þá braut sem við erum komin núna, er þá ekki komin tími til að breyta henni og hafa þetta vinnuplagg valdamanna þjóðarinnar meira nær veruleika fólksins í landinu. Þá kannski minnkar bilið á milli þeirra sem búa í landinu og þeirra sem stjórna því. 

Ég trúi því að með  því að hleypa einhverjum af þessum 500 "bjánum" að stjórnarskrá okkar og lagfæra/endurnýja það sem þarf, þá gætu mögulega orðið til ný gildi og viðhorf í landinu sem mögulega leiða af sér nýjar lausnir og í framhaldi af því nýjar aðgerðir. Við þurfum ferska vinda og nýjan hugsunarhátt í grunnstoðir þjóðfélagsins og gott er að byrja á einni aðalgrunnstoð okkar sem er stjórnarskrá Íslands.

Ég vona að þeir sem verða kosnir til þess að vinna þessa vinnu horfi djúpt inní þjóðfélagið og horfi á það sem skiptir máli. Í mínum huga er það frelsi einstaklingsins til að lifa heilbrigðu lífi og til þess þarft þú að byrja á grunninum sem er að hafa fæði, klæði og hýsingu. Þegar allir í landinu eru komnir á það stig er næsta skref að viðhalda því, ef að það er til afgangur, þá getur frelsi einstaklingsins til að eigna sér meira fengið að njóta sín ef að vilji er fyrir því hjá þér.

Með vinsemd og virðingu
SólMáni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband