Byrjun á endurreisn Íslands - Ný viðhorf og ný gildi

Horfði á brot úr fréttum rétt í þessu og sá þar frétt þar sem að aðili úr öryrkjabandalaginu ef ég náði þessu rétt var að segja frá tillögu sem var borin fram um að taka ekki við fjárveitingu sem ætluð var þeim og ættu þeir fjármunir frekar að fara í að veita fólki húsaskjól og mat sem á þurfa að halda.

Þessi tillaga var felld en enga síður finnst mér þetta sýna þá breytingu sem hefur orðið í samfélaginu, hægt og rólega ná þessi nýju gildi og viðhorf í gegn og við sjáum villu vega okkar og mögulega fáum við að sjá nýtt samfélag innan 5-10 ára þar sem samkeppni, mismunun og grimmd víkur fyrir kærleika, samheldni og góðsemi.

Það má líka sjá í fréttunum ýmislegt sem að fólkið í landinu er farið að gera fyrir þá sem ganga í gegnum erfiðleika í samfélagi okkar, fólk er farið að baka, prjóna, safna fé o.m.fl. til hjápar þeim sem á því þurfa að halda í meiri mæli en áður. Kannski er þetta í sama mæli og áður en fjölmiðlar gera þessu meiri skil núna og því fáum við að heyra meira af því. En á hvorn veginn sem er, þá er þetta skref í rétta átt að mínu mati.

Um daginn kom skemmtileg frétt um einstæða móður í Sandgerði sem bakaði 180 bananabrauð fyrir fjölskylduhjálp og síðan er önnur skemmtileg frétt um Grindvíkinga sem eru að baka kærleikskleinur sem á að gefa Fjölskylduhjálp, þetta er það samfélag sem við eigum að stefna á, þar sem að við hjálpum þeim sem þurfa á því að halda og setjum forgangsröð okkar í rétt samhengi. Hér má sjá þessa frétt. http://vf.is/Mannlif/46233/default.aspx

Framundan eru jól og hvort sem þú ert trúaður eða ekki, þá getum við öll horft á þau sem tákn um kærleika og samheldni ef að við kjósum að gera svo, ég hvet alla sem geta hjálpað á einn eða annan hátt að gera slíkt og sýna kærleika í verki á þessum erfiðum tímum.

Kærleikur kostar ekkert.

Með vinsemd og virðingu
SólMáni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband