Öskur veruleikans

Það er biturt en sætt að hlusta á umræðuna í dag sem litast af tilraunum núverandi leiðtogum okkar til að fá fólk ofan af því að heimta þær breytingar sem virðast vera í vændum. Það virðist vera búið að ná inn fyrir skelina hjá þeim og þau hafi áttað sig á því að þetta er ekki bara einhver vitleysa sem fólkið í landinu er að biðja um. Kannski veit fólkið eitthvað meira en þeim er ætlað að vita, kannski er kominn tími til að hlusta á þau en ekki tala niður til þeirra og segja þeim hvað sé þeim fyrir bestu. Já, ætli öskur veruleikans hafi ekki náð til þeirra, þau hafa áttað sig á þeim sannleika sem blasir við okkur öllum og kannski er tími til komin að gera eitthvað nýtt.

Ég er sannfærður um að þingmenn okkar telja sig vera að gera það rétta í stöðunni miðað við það sem þau hafa upplifað og lært í gegnum ævina en ég spyr sjálfan mig, hvaðan þessi lærdómur og upplifun kemur. Hverjir eru það sem kenndu þeim að taka sín fyrstu skref í þessum harða heimi sem pólitíkin er og hvar eru þessir aðilar núna. Það hefur oft verið sagt við mig "ungur nemur það sem gamall temur" og ég hef að sjálfsögðu notað þetta sjálfur án þess að skoða sérstalega hvað þetta gæti verið að vísa í. Ég hef alltaf talið að þetta væri jákvætt máltæki en er ekki svo viss lengur.

Hvað ef að mér er kennt að hugsa frekar um sjálfan mig en heildina, að einungis þeir hæfustu lifa af, ekki taka mark á öðrum hugmyndum ef að það kemur ekki frá þér eða þínum, fólkið í landinu getur ekki ákveðið þetta, hægri/vinstri er betra, það hafa allir jafna möguleika á að ná árangri, kapítalismi er frábær en sósíalismi ekki, sósíalismi er frábær en kapítalismi ekki, persónukjör virka ekki og svo mætti lengi telja.

Ég held að grunnur okkar í pólitík og á fleiri stöðum sé ekki lengur traustur og er byggður upp á gömlum gildum og viðhorfum sem við þurfum einfallega að lagfæra/endurnýja. Nú á til dæmis að hafa stjórnlagaþing þar sem að breytingar á stjórnarskrá eru í vændum, ég vona að þar fari inn fólk sem forgangsraðar okkur á undan flokknum.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig forgangsröðin okkar er í dag og hef spurt mig nokkrar spurningar ef val mitt væri takmarkað við eftirfarandi:
1. Hvort mundi ég gefa barninu mínu að borða eða senda það í íþróttir? 
2. Hvort mundi ég gefa barninu mínu að borða eða fara í ferðalag um Héðinsfjarðargöng?
3. Hvort mundi ég gefa barninu mínu að borða eða greiða listamanninum fyrir að mála fyrir mig málverk?
4. Hvort mundi ég gefa barninu mínu að borða eða hafa 63 barnapíur á launum?
5. Hvort mundi ég gefa barninu mínu að borða eða !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?

Hver eru raunveruleg gildi okkar og viðhorf til gæða í lífinu. Af hverju snýst þetta um tippakeppni kjördæma, hver fær mest og hvaða verkefni á að setja í gang og á hvaða formerkjum. Ég skil ekki þessa hugsun og ég er viss um að meiri parturinn af fólkinu í landinu skilur þetta ekki heldur.

En framundan eru betri tímar, það er ég viss um, það mun taka tíma og mikla hreinsun hjá okkur sem einstaklingar og samhliða því sem samfélag en ég er sannfærður um að það mun takast.

Með vinsemd og virðingu
SólMáni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband